Kristborg Bóel

Um mig

Ég heiti Kristborg Bóel Steindórsdóttir, ýmist kölluð, Kristborg, Bóel, Kristborg Bóel eða Krissa.

Ég er 42 ára, sjálfstæð móðir fjögurra barna á aldrinum fjögurra til tuttugu og tveggja ára.

Ég er með BEd próf í grunnskólakennslu frá Kennaraháskóla Íslands og diplómagráðu í náms- og starfsráðgjöf frá Háskóla Íslands.

Ég hef alla tíð skrifað mikið og hefur það æxlast þannig að ég hef unnið við blaðamennsku síðastliðin átta ár og er í dag blaðamaður hjá Austurglugganum, sem er héraðsfréttablaðið á Austurlandi og Austurfrétt, sem er netmiðill sama svæðis. Ég hef nýlátið af störfum sem dagskrárgerðarmaður og ritstjóri sjónvarpsþáttarins Að austan á N4, en það var ótrúlega dýrmætt tækifæri sem kveikti í mér sjónvarpsbakteríuna sem ég veit ég á eftir að dusta rykið af síðar.

Fjölskyldan mín, heimilið og vinir er það sem ég myndi svara, væri ég spurð um áhugamál. Jú líklega einnig skriftir, ferðalög og ljósmyndun.

Sjálfsrækt á hug minn allan þessi misserin og vinn ég að því hörðum höndum að verða besta útgáfan af mér sjálfri til þess að geta gefið af mér til þeirra sem standa mér næst.

Nýjustu færslur

11. desember

Svo hljóðar hið heilaga Jólaalmanak húsmóðurinnar í dag; Í dag væri gaman að bjóða vinum heim og útbúa í sameiningu heimaunnar jólagjafir ásamt börnunum. Ó hvað þetta hljómar skemmtilega. Persónulegar jólagjafir. Eins og ég sagði frá um daginn, þá finn ég sífellt...

10. desember

Í dag segir í Jólaalmanaki húsmóðurinnar; Ef frystikista er á heimilinu má flýta fyrir sér með því að útbúa í hana hvort heldur sem er soðið, steikt eða bakað. Ohhh. Ég vildi svo oft óska þess að ég ætti frystikistu, eða frystiskáp öllu heldur. Ég á hins vegar bara...

9. desember

Í dag segir í Jólaalmanaki húsmóðurinnar; Í dag kveikjum við á öðru kerti aðventukransins og öll fjölskyldan skrifar jólapóstinn sinn. Það sakar ekki að eiga eitthvað til að narta i meðan setið er við skriftir. Það er þetta með jólapóstinn. Ég skrifaði alltaf jólakort...

Hafðu samband

12 + 3 =

Pin It on Pinterest