Kristborg Bóel

Um mig

Ég heiti Kristborg Bóel Steindórsdóttir, ýmist kölluð, Kristborg, Bóel, Kristborg Bóel eða Krissa.

Ég er 42 ára, sjálfstæð móðir fjögurra barna á aldrinum fjögurra til tuttugu og tveggja ára.

Ég er með BEd próf í grunnskólakennslu frá Kennaraháskóla Íslands og diplómagráðu í náms- og starfsráðgjöf frá Háskóla Íslands.

Ég hef alla tíð skrifað mikið og hefur það æxlast þannig að ég hef unnið við blaðamennsku síðastliðin átta ár og er í dag blaðamaður hjá Austurglugganum, sem er héraðsfréttablaðið á Austurlandi og Austurfrétt, sem er netmiðill sama svæðis. Ég hef nýlátið af störfum sem dagskrárgerðarmaður og ritstjóri sjónvarpsþáttarins Að austan á N4, en það var ótrúlega dýrmætt tækifæri sem kveikti í mér sjónvarpsbakteríuna sem ég veit ég á eftir að dusta rykið af síðar.

Fjölskyldan mín, heimilið og vinir er það sem ég myndi svara, væri ég spurð um áhugamál. Jú líklega einnig skriftir, ferðalög og ljósmyndun.

Sjálfsrækt á hug minn allan þessi misserin og vinn ég að því hörðum höndum að verða besta útgáfan af mér sjálfri til þess að geta gefið af mér til þeirra sem standa mér næst.

Nýjustu færslur

9. desember

Í dag segir í Jólaalmanaki húsmóðurinnar; Í dag kveikjum við á öðru kerti aðventukransins og öll fjölskyldan skrifar jólapóstinn sinn. Það sakar ekki að eiga eitthvað til að narta i meðan setið er við skriftir. Það er þetta með jólapóstinn. Ég skrifaði alltaf jólakort...

8. desember

Í dag mælir Jólaalmanak húsmóðurinnar með; Í dag tökum við til við smákökubaksturinn. Sjálfsagt er að allir fjölskyldumeðlimir taki þátt i honum. Þetta þykja mér einnig skemmtilegar ráðleggingar og þarna hefur tíðarandinn breyst töluvert. Ég man, þegar ég var lítil,...

7. desember

Í Jólaalmanaki húsmóðurinnar segir í dag; Þaö er óþarfi að geyma fram á siðustu stund að þvo dúka og gluggatjöld og þvi ágætt að gera það i dag. Kvöldinu verjum við með börnunum og rifjum gjarnan upp jólasálma með þeim eldri en kennum þeim yngri. Ok, ég á þá frí í...

Hafðu samband

13 + 3 =

Pin It on Pinterest