Tónlist er svo magnað fyrirbæri. Kastar manni áratugi aftur í tímann ef því er að skipta, beint í ákveðnar, áður-upplifaðar aðstæður, góðar sem slæmar.

Ég fæ enn smá hroll þegar ég heyri lög af Metal Ballads-disk sem ég tók með mér í Alþýðuskólann á Eiðum í tíunda bekk. Hann beintengi ég við ástarsorg, drama og erfiðar tilfinningar. Ég tárast við að heyra lög sem ég á einhvern hátt tengi börnunum mínum. Fæ fiðring í magann þegar ég heyri lög sem spilað hafa verið undir einhverjum fíflagangi sem ég hef framkvæmt með vinkonum mínum. Eins og flestir tengi ég líka ákveðin lög við báða mína sambúðarmenn.

Ég hlusta mikið á tónlist, allskonar tónlist. Það gerði ég líka á þeim tíma sem bókin greinir frá og því fylgir henni lagalisti á Spotfy sem einfaldlega ber nafnið 261 dagur – Kristborg Bóel, en ég var að opinbera hann rétt í þessu. Lagalistinn er beintengdur ritverkinu og inniheldur 68 lög sem öll koma fyrir í réttri röð í bókinni.

Listinn dregur eðli málsins samkvæmt dám af innihaldi bókarinnar og er þunglyndislegur á köflum – enda, hvað ætli hafi verið samin mörg lög um ástarsorg? Eyjólfur hressist svo annað slagið og þá sérstaklega á líður.

Ég mæli svo mikið með að þið takið forskot á sælununa, eltið listann uppi og farið að hita upp. Ég held að lagið hér að neðan  hafi verið það mest spilaða á listanum á sínum tíma.

Endilega eltið mig á Instagram.

Pin It on Pinterest