Ég hef ákveðið að láta reyna á „comeback“ í bloggheiminn og þá mátti ekki minna vera en að hræra í glænýja síðu og eignast sitt eigið lén. Voða fullorðins eitthvað.

Ég hef í fyrsta lagi saknað þess að skrifa færslur af öllu tagi fyrir sjálfa mig og kannski öðrum til ánægju. Í öðru lagi hef ég hugsað um það nokkuð lengi að útbúa mér vettvang til þess að halda utan um það sem ég er að vinna að. Hér hef ég annars vegar hugsað mér að skrifa um efni tengt bókinni minni, 261 dagur, en hins vegar einmitt, bara um lífið og tilveruna. Síðar bætist hugsanlega  við eitthvað fleira, sem allt er í smíðum í höfðinu á mér.

Ég vil hvetja ykkur til að vera óhrædd að skilja eftir athugasemdir, eða þá senda mér línu gegnum skilaboðahólfið hér á síðunni, ef efnið vekur áhuga ykkar eða spurningar vakna, þetta er svo miklu skemmtilegra þannig. Ég býð ykkur hérmeð velkomin í þetta ferðalag, hvert sem það á nú eftir að leiða.

P.s Sigrún Júnía Magnúsdóttir hjálpaði mér við að gera þessa síðu að veruleika, hún er ótrúlega snjöll og tekur að sér heimasíðugerð. Mæli með að tékka á henni ef þið eruð í þeim hugleiðingum.

Pin It on Pinterest