Ég sá fyrst umfjöllum um The Given Keys hjá einhverjum lífsstílsbloggara fyrir áramót. Ég varð strax heilluð af hugmyndafræðinni í tvennum skilningi.

Skartgripafyrirtækið framleiðir hálsmen, armbönd og fleira úr lyklum, ýmis gömlum eða nýjum. Það sem mér þykir svo frábært við fyrirtækið er að það ræður aðeins til sín heimilislausa starfsmenn og gefur þeim með því tækifæri til þess að bæta ástand sitt í samfélaginu.

Lyklarnir eru allir áletraðir með einu orði á borð við; LOVE, BRAVE eða DREAM. Þar sem ég var í fyrra bókaferlinu þegar ég pantaði minn, valdi ég mér orðið COURAGE eða hugrekki, en mér fannst ég mest þurfa á því að halda á þeim tíma. Ég keypti einnig annan til þess að gefa vinkonu minni Siggu Lund í afmælisgjöf og á honum stóð STRENGHT, eða styrkur.

Hitt frábæra er, að fyrirtækið hvetur eigendur svo til að gefa lykilinn áfram þegar hann hefur skilað því sem honum er ætlað, hugrekki og styrk í tilfelli okkar Siggu.

Ég hef gengið meira og minna með minn á mér síðan ég fékk hann og er alls ekki tilbúin til þess að gefa hann frá mér strax – en þegar, þá læt ég einhver í kringum mig hafa hann sem ég veit að þarf á hugrekki að halda.

Ótrúlega falleg og skemmtileg hugmyndafræði og einstaklega skemmtileg gjöf, en hálsmenin voru alls ekki dýr og komu í fallegum litlum gjafapokum.

————–

„I chose the word LOVE for my Giving Key because I had finally decided that I needed to learn to love myself and then another.“

– Trisha –

   

 

Pin It on Pinterest