Fjölskyldumyndataka

Ég veit fátt veraldlegt dýrmætara en ljósmyndirnar mínar. Sjálf hef ég alltaf tekið mikið af myndum, oft þannig að afkvæmum mínum hefur þótt nóg um. Annað slagið hef ég fengið einhvern til þess að smella af okkur en þar sem hópurinn minn er orðinn svo stór og ekki...

Minnkum matarsóun

Þegar ég var lítil hafði ég mikinn áhuga á því að teikna hús og innanhúsfleti eins og arkitekt. Einnig því að klippa fólk og fylgihluti út úr Freemans og Kays-vörulistum, raða þeim saman og skapa nýjar fígúrur. Þá heillaðist ég einnig af Madonnu, sem ég reyndar dái...

Ef þú átt draum skaltu berjast fyrir honum

Ég hef einstaklega lítinn áhuga á kvikmyndum og skrái það nánast í ferilskrána mína ef ég afreka það að horfa á heila mynd. Það var þó síðastliðinn sunnudag, sama dag og Óskarsverðlaunin voru veitt, að vinkona mín bauð mér að horfa með sér á myndina A Star is Born með...

Er ekki val að vera síngúl?

Ég hef hugsað um þessa færslu af og til nokkuð lengi. Ég veit nákvæmlega um hvað ég ætla að skrifa en hef ekki hugmynd um hvernig ég ætla að koma því frá mér. Jú ok. Ég semsagt spyr; er ekki val að vera síngúl? Einhleypur, þið vitið. Æji, ég kýs að nota orðið síngúl í...

Himneskar kjötbollur með hvítlauk og basilíku

Hvítlaukur, basilíka og kasjúhnetur í sömu uppskrift, er hægt að biðja um eitthvað meira? Ég smellti óvænt í þessa fyrir helgi, en hafði áformað að gera hefðbundið hakk&spaghetti fyrir mig og hinn fjögurra ára Emil. Ég hafði hins vegar tekið með mér ferska...

Hunangs- og sojagljáður kjúklingur

Enn á ný byrja ég færslu á því að minnast á Draumalistann minn sem allt mitt líf virðist ganga út á þessa dagana. Atriði númer 70 á listanum er svo hljóðandi; Gera allar uppskriftir úr einhverri einni uppskriftabók. Ég hreinlega veit ekki af hverju þessi hugmynd kom...

Friðhelgi

Þá er 48 klukkustunda þagnar- og samfélagsmiðlabindindi mínu lokið, en „friðhelgin" var atriði númer 29 á draumalistanum mínum. Atriðin liggja eru ekki í áhersluröð á listanum mínum, heldur eru af öllum stærðum og gerðum og liggja þvers og kruss, en ég henti þeim 50...

Draumalistinn minn

Ég hef verið mjög upptekin af markmiðasetningu upp á síðkastið eins og ég skrifaði um í þessari færslu hér. Þá greindi ég frá bók sem ég gaf sjálfri mér í jólagjöf, My Bucket list. Hana kalla ég biblíuna mína, enda heldur hún utan um alla mína drauma,...

Vaxandi Bohemian-ást

Það er eitthvað stórmerkilegt og ferlega skemmtilegt að gerast innra með mér. Kannski eru það öll vítamínin sem ég er að taka, kannski er það glúteinleysið eða sú staðreynd að sólin er að hækka á lofti. Ég held reyndar að varla sé hægt að skrifa það á neitt af...

Biblían mín

Ég hef alla tíð haft alveg sérstakan áhuga á dagbókum, minnisbókum, já og bara hverskonar bókum sem eru ætlaðar til skipulagningar, ég er nú ekki steingeit fyrir ekki neitt! Ef ég fer í bókabúð sogast ég alltaf að þeim rekka sem geymir þessar bækur, en þar get ég...

Það gengur bara eins og þú vilt að það gangi

Ég fékk áskorun í upphafi mánaðar. Ferlega góða. Eða slæma. Svona eftir því hvernig á það er litið. Hún var þannig til komin að ég var að horfa á Instagram-story þar sem ég sá eina kynsystur mína standa á höndum út á miðju gólfi. Bara sí-svona, eins og hún væri að...

Á pásu

Mér hefur liðið undarlega að undanförnu. Voru þetta tvö of lík orð í röð? Jæja, meikar ekki diff. Ég hef ekki verið „í pásu" - þið vitið, meðvitað í hléi frá einhverju. Nei, heldur finnst mér eins og ég hafi verið „á pásu" frá því í byrjun júní - svona eins og þegar...

Vagninn minn og Vagninn þinn

Eins og ég sagði frá hér tók ég skyndiákvörðun og brunaði vestur á Flateyri þegar barnlausa tímabil sumarsins hófst þar sem ég lék ferðamann (í vinnu) í tvær vikur í einstaklega góðu yfirlæti. Aðsetur Austurfréttar og Austurgluggans þennan tíma var Vagninn á Flateyri...

Túristi í eigin landi

Það er svo magnað að dvelja á svæði í sínu eigin heimalandi þar sem maður aldrei verið áður á sínum fullorðinsárum. Eftir mikla skyndiákvörðun hef ég nú verið á Flateyri í einstaklega góðu yfirlæti í tæpa viku. Vinn eins og vindurinn og keyri um og skoða svæðið þess á...

Sumarævintýrið

Ég tók skyndiákvörðun á miðvikudaginn. Þar sem ég sat við eldhúsborðið heima hjá mér og vann tók ég upp símann; Ég; Hæ. Hérna, hvernig býrðu þarna á Flateyri? Beta vinkona; Ha? Hvar? Ertu að spá í heimilisfangi? Ég; Nei. Sko. Hvernig og hvar býrðu? Get ég komið til...

Tímamót á tímamót ofan

Lífið er eins og bók, uppfullt af köflum sem hefjast og enda á víxl. Júnímánuður er einstaklega viðburðarríkur hjá okkur smáfjölskyldunni og því ber að fagna. Fyrsti dagur mánaðarins var risastór þar sem Bríetarbarnið útskrifaðist úr grunnskóla með glans og mun hefja...

Hugrekkis-lykilinn minn

Ég sá fyrst umfjöllum um The Given Keys hjá einhverjum lífsstílsbloggara fyrir áramót. Ég varð strax heilluð af hugmyndafræðinni í tvennum skilningi. Skartgripafyrirtækið framleiðir hálsmen, armbönd og fleira úr lyklum, ýmis gömlum eða nýjum. Það sem mér þykir svo...

Andlegi einkaþjálfarinn

Mig langar til þess að segja ykkur frá konunni sem átti stóran þátt í því að koma mér á lappirnar á sínum tíma, henni Hrafnhildi minni hjá Andlegri einkaþjálfun, en hún var einmitt að opinbera glænýja síðu fyrir starfsemi sína á dögunum. Ég hef sagt frá því í viðtölum...

Matur er mannsins megin

Í gamla daga gat ég skoðað matreiðslubækur út í það endalausa, en það merkilega var; ég eldaði samt alltaf það sama. Þið vitið - hakk&spakk, lasagne, grjónagraut og plokkfisk. Þó svo ég sé mikil bókamanneskja og þyki bæði fallegt og notalegt að hafa bækur í...

Virðing mín er öll ykkar

Ég hef að undanförnu farið í fjölmörg viðtöl varðandi bók mína, 261 dagur. Ég vissi alveg að bókin myndi vekja athygli en óraði ekki fyrir þeim viðbrögðum og áhuga sem hún hefur vakið. Ég vissi líka að hún yrði umdeild fyrir margra hluta sakir, enda efnið viðkvæmt. Í...

Bútasaumsdagur

Nei, ég var ekki að sauma í dag. Ég sauma reyndar aldrei. Og þó ég myndi einhverntíman sauma væri það aldrei bútasaumur. Ég bara nota þetta hugtak til þess að hjálpa mér að komast í gegnum og klára erfiða og yfirhlaðna daga og þótti þess virði að deila, ef einhver...

Pin It on Pinterest