Um mig

Velkomin á heimasíðuna mína!

Ég heiti Kristborg Bóel og er 43 ára, sjálfstæð móðir fjögurra barna á aldrinum fjögurra ára til 22 ára. Ég er búsett á Reyðarfirði og starfa sem blaðamaður hjá Útgáfufélagi Austurlands og dagskrárgerðamaður í sjónvarpi. Þessi síða er minn vettvangur til þess að deila því sem mér þykir áhugavert, skemmtilegt og mikilvægt.

Menntun og reynsla

Ég er með BEd próf í grunnskólafræðum frá Kennaraháskóla Íslands og diplómagráðu í náms- og starfsráðgjöf frá Háskóla Íslands.

Meðfram blaðamennskunni fékk ég tækifæri til að vera hluti af sjónvarpsþættinum Að austan á N4 um tveggja ára skeið, fyrst sem dagskrárgerðamaður og síðar einnig sem ritstjóri. Við það kviknaði óbilandi sjónvarpsbaktería og í dag er ég sjálfstætt starfandi dagskrárgerðamaður. Erfiður skilnaður varð svo til þess að ég gaf út mína fyrstu bók, 261 dagur, vorið 2018, en bókin fjallar um það erfiða ferli.

Mín hjartans mál

Fjölskyldan mín, vinirnir, heilsan og heimilið er það sem skiptir mig mestu máli í lífinu. Eftir að hafa skrapað botninn á erfiðum tímum náði ég að spyrna mér upp, er komin úr kafinu og lít björtum augum og full tilhlökkunar til framtíðar. Sjálfsrækt á hug minn allan og vinn ég að því hörðum höndum að verða besta útgáfan af sjálfri mér til þess að geta lifað lífinu lifandi og gefið af mér til þeirra sem standa mér næst.

Viltu vinna með mér?

Getur verið að ég sé akkúrat rétta manneskjan fyrir þig til að vinna með? Ert þú með fyrirtæki og óskar eftir samstarfi eða auglýsingu á lifandi og skemmtilegan máta? Þér er velkomið að hafa samband og við skoðum málin saman.

Hafðu samband

15 + 8 =

Pin It on Pinterest