Svo hljóðar hið heilaga Jólaalmanak húsmóðurinnar í dag;

Í dag væri gaman að bjóða vinum heim og útbúa í sameiningu heimaunnar jólagjafir ásamt börnunum.

Ó hvað þetta hljómar skemmtilega. Persónulegar jólagjafir. Eins og ég sagði frá um daginn, þá finn ég sífellt betur og betur að mig langar að skoða frekar hvað ég get gert til þess að draga úr því veraldlega brjálæði sem skyggir á þennan dásamlega tíma, aðventu og jól.

Ég er þó bara komin inn á aðreinina og ætla mér alls ekki að keyra inn á brautina í einhverjum glæfraakstri. Nei, ég ætla bara að gera þær breytingar sem henta mér hægt og hljótt. Í ár afþakkaði ég gjafir til sjálfrar mín, svona frá þeim sem standa mér ekki næst og að sama skapi læt ég eiga sig að gefa þær gjafir sem ég hef áður gert.

Næstu jól langar mig svo að hugsa þetta enn frekar með persónulegar og umhverfisvænar gjafir í huga. Ég var einmitt að skrifa grein um þessi mál í jólablað Austurgluggans í dag, en ég tók viðtal við ungt fólk að austan sem sífellt er að styrkjast í þessum hugsunarhætti og var með allskonar hugmyndir að slíkum gjöfum. Hér eru þær hugmyndir sem þau færðu mér og ég bætti við;

 

Í dag fóru svo fjórtán hlutir út af heimili. Meðal þeirra voru tvær of litlar skyrtur, vegghilla frá IKEA, litlar luktir frá sömu verslun, gömul snuð frá Emil (en það er ár síðan hann hætti með snuð), götótt sokkapar, gítarnögl (bara ha), bílveikisarmband og fleira.

Sem fyrr greindi ég frá þessu á Instagramsíðunni minni. 

Pin It on Pinterest