Í dag segir í Jólaalmanaki húsmóðurinnar;

Í dag fægja þeir sem eiga og nota silfur og börnin gera óskalista.

Sjálf á ég ekki silfur, nema tvo eldgamla kökuspaða sem mamma lét mig hafa. Ég man þó eftir akkúrat þessu, þegar silfrið var pússað. Það var þó kannski ekki endilega á aðventunni.

Ég man eftir lyktinni af kreminu sem það var pússað uppúr, mér fannst hún ógeðslega vond, en gaf samt til kynna eitthvað mikilfenglegt og spennandi. Mér þótti gaman að fá að vera með í þessu því aðgerðin var sem galdur; hlutir sem voru kolsvartir urðu gljáfægðir og fagrir.

 

Af jóladagatalinu er það að frétta að í dag átti ég samkvæmt plani að losa heimilið við 11 hluti en ég held að þeir hafi frekar verið nær 1100! Ég semsagt fann fullan innkaupapoka af skrúfum, lömum, krókum og fleiru sambærilegu í geymslunni í gær og bara; farvel! Ég er ekki að fara að nota þetta og því eignast góssið framhaldslíf annarsstaðar!

Ég greindi frá þessu á Instagramsíðunni minni þar sem ég talaði einnig um hvernig mér gengur í glúteinleysinu. Endilega kíkið við þar og farið að elta mig ef þið eruð ekki að því nú þegar.

 

Pin It on Pinterest