Í jólaalmanaki húsmóðurinnar segir í dag;

Það er best að taka fram jólaljósin sem eiga að fara á jólatréð, athuga hvort þau eru í lagi og koma þeim i viðgerð ef svo er ekki. Ekki má gleyma að eiga aukaperur.

Það er einmitt það sem ég ætla að gera í dag því á morgun ætlum við að höggva okkur tré og skreyta það. Ég set tréð alltaf snemma upp sem og það litla skraut sem ég er með, en ég vil líka losna við þetta, já helst bara eftir afmælið mitt sem er
2. janúar.

Annars er þessi síðasta helgi fyrir jól ansi þéttskipuð hjá okkur litlu fjölskyldunni eins og öðrum. Það er leikskólaafmæli, fótboltaæfingar, við ætlum að vera með aðventukaffi í dag og á morgun er jólatrésstuðið.

 

Hlutirnir sem kveðja verða færri með hverjum deginum sem nær líður jólum og í dag voru þeir aðeins tíu, sem er ekki neitt miðað við það sem hefur verið.

Í dag er það gamla þríhjólið hans Emils, en það fékk hann frá föðursystrum sínum og því réttara að það fari til föðurhúsanna og nýtist áfram þar. Þá losaði ég níu flíkur af Emil síðan hann var á fyrsta ári, en þær fá litli „ömmustrákurinn minn“, Eyvindur Örn, sem bróðurdóttir mín á, en þau eru að koma í aðventukaffi til okkar á eftir ásamt fleirum.

Góða helgi til ykkar og munið; allt þetta og meira til á Instagramsíðunni minni.

 

Pin It on Pinterest