Í dag segir í Jólaalmanaki húsmóðurinnar;

Í dag kveikjum við á þriðja ljósinu á aðventukertunum og gerum okkur dagamun með því að fara í bæinn með börnin og skoða í búðarglugga og líta eftir jólasveinum.

Já. Sko. Ég reyndar tók forskot á sunnudaginn og tendraði ljós á þriðja kertinu í gær, enda með kaffiboð, en ekki nokkur skapaður hlutur að gerast á mínu heimili í dag. Krakkarnir eru hjá feðrum sínum og ég bara ein að væflast hér og bara nenni ómögulega að fara að skoða í þá þrjá búðarglugga sem eru hér á staðnum.

Ég er hins vegar með mikið markmið fyrir daginn. Mér þykir líklegt að ég sé eini núlifandi en fullorðni Íslendingurinn sem ekki hefur séð þættin Ófærð, ekki eina mínútu af þeim einu sinni. Svona þar sem sería tvö er að koma ætla ég að reyna að peppa mig upp í það verkefni, að taka þá í einni beit næstu daga. Þeir sem mig þekkja vita að ég er sérstaklega lítil sjónvarpsmanneskja, ég í alvöru horfði varla á mína eigin þætti meðan þeir voru í sýningu!

 

Í dag, sunnudaginn 16. desember, átti ég að losa níu hluti samkvæmt plani. Ég gerði gott betur en það og skráði út af heimilinu rúmlega 20 geisladiska sem höfðu legið á botni pappakassa í geymslunni svo árum skipti.

P.s. Frá jólahreinsuninni sýni ég daglega á Instagram, svo allir þangað.

P.s.s. Ágústa Margrét Arnardóttir á Djúpavogi, snillingurinn sem gaf mér hugmyndina að dagatalinu góða var í aðalfréttatíma RÚV á dögunum vegna málsins. 

Pin It on Pinterest