Ég veit fátt veraldlegt dýrmætara en ljósmyndirnar mínar. Sjálf hef ég alltaf tekið mikið af myndum, oft þannig að afkvæmum mínum hefur þótt nóg um.

Annað slagið hef ég fengið einhvern til þess að smella af okkur en þar sem hópurinn minn er orðinn svo stór og ekki allur vistaður á sama landshorninu verður erfiðara um vik.

Mig hefur lengi dreymt um að fá Töru Tjörvadóttur til þess að mynda okkur og það varð loks að veruleika á fermingardegi Þórs, 18. apríl síðastliðinn.

Ég talaði við Töru mörgum mánuðum fyrir stóra daginn. Þegar að honum leið rigndi stanslaust og veðurspáin var ekki endilega okkur í hag, en báðar vildum við hafa tökuna úti. En, viti menn. Dagurinn fagnaði okkur með sól og blíðu og allt gekk að óskum.

Myndirnar tala sínu máli. Ég mæli hiklaust með Töru í sambærileg verkefni, en hún er búsett á höfuðborgarsvæðinu.

Pin It on Pinterest