Í gamla daga gat ég skoðað matreiðslubækur út í það endalausa, en það merkilega var; ég eldaði samt alltaf það sama. Þið vitið – hakk&spakk, lasagne, grjónagraut og plokkfisk.

Þó svo ég sé mikil bókamanneskja og þyki bæði fallegt og notalegt að hafa bækur í kringum mig hafa matreiðslubækurnar mínar að mestu vikið fyrir aðgengilegri leiðum; matarbloggum.

Ég hef síðustu ár leitað mest í tvo íslensk matarblogg, annars vegar Gulur, rauður, grænn og salt og hins vegar síðuna Ljúfmeti og lekkerheit. Það sem mér þykir best við Ljúfmeti eru vikumatseðlarnir, en þó svo ég fari alls ekki eftir þeim í þaula eru þeir svo góðir til þess að fá hugmyndir og brjóta upp vanann.

Í dag gerðist svo svolítið skemmtilegt. Líkt og síðustu daga voru lesendur bókarinnar minnar, 261 dagur, duglegir við að senda skilaboð yfir lestri bókarinnar eða við lok hans – og vá hvað ég kann að meta það!

Ein slík duttu inn seinnipartinn, frá stelpunum á útgáfunni minni, sem sendu mér link af nýjustu bloggfærslu Svövu á Ljúfmeti, en þar er hún, já haldið ykkur – uppáhalds matarbloggarinn minn, að dásama bókina mína. Ég trúði ekki mínum eigin augum og las færsluna þrisvar áður en ég svo rifnaði af monti!

Takk elsku hjartans Svava, takk!

P.s. Svava. Ég nappaði myndinni af blogginu þínu.

 

Pin It on Pinterest