Ég hef verið mjög upptekin af markmiðasetningu upp á síðkastið eins og ég skrifaði um í þessari færslu hér.

Þá greindi ég frá bók sem ég gaf sjálfri mér í jólagjöf, My Bucket list. Hana kalla ég biblíuna mína, enda heldur hún utan um alla mína drauma, stóra sem smáa.

Mér hefur þótt þetta hugtak, Bucket-listi, vera nokkuð gildishlaðið síðan það komst í móð, í þeirri merkingu að fátt fengi sæti á þeim listum. Eins og ég sagði í færslunni um bókina þá tók ég ákvörðum um að setja allt í hana, ekki bara stóru draumana sem fela í sér að ganga Kínamúrinn eða fara til Vietnam, heldur einnig litlu hlutina á borð við útilegu með krökkunum, sumarbústaðaferð með vinum eða eignast hina yndisfögru mánaðarbolla.

Enn sem komið er hef ég aðeins skrá 68 atriði á listann minn. Það segir mér að ég er enn hálf feimin við hann eða þá gef mér ekki lausan tauminn til að skrifa allt sem mig langar að gera.

Dæmi um það sem komið er á hann;

Fara til New York
Læra að sauma harðangur og klaustur
Tala á TED Talks
Læra að gera sushi
Stofna fyrirtæki
Sofa í tjaldi með Emil
Bingó í Vinabæ
Eignast Royal Cobenhagen stellið
Heimsækja vínekru
Læra almennilega á myndavélina mína
Opna mitt eigið Podcast

Þið sjáið að markmiðin mín eru bæði stór og smá, raunhæf og kannski minna raunhæf, en þannig vil ég hafa listann minn. Ég ætla að deila aðgerðaráætluninni með ykkur með því að blogga um þau atriði sem ég næ að klára, en fjögur þeirra eru nú þegar afgreidd. Bæði er það hvetjandi fyrir mig sjálfa og kannski hvatning fyrir ykkur hin.

Ég minni á Instagramsíðuna mína en þar er alltaf eitthvað skemmtilegt í gangi og þar mun fyrir helgi greina frá einu markmiðinu á listanum mínum sem ég ætla að tækla um helgina.

Pin It on Pinterest