Það er svo magnað að dvelja á svæði í sínu eigin heimalandi þar sem maður aldrei verið áður á sínum fullorðinsárum.

Eftir mikla skyndiákvörðun hef ég nú verið á Flateyri í einstaklega góðu yfirlæti í tæpa viku. Vinn eins og vindurinn og keyri um og skoða svæðið þess á milli í góðum félagsskap.

Við vinkonurnar höfum sett okkur að búa okkur til eitt ævintýri á dag og það hefur svo sannarlega verið svo. Í gær var stefan tekin á Þingeyri, enda ónumið land af minni hálfu. Við byrjuðum á því að fara aðeins á hliðarafleggjara og enduðum svo á Ingjaldssandi og fórum aldrei til Þingeyrar, við eigum það bara inni til morguns.

Við héldum sem leið lá yfir Sandheiði sem skilaði okkur að Ingjaldssandi sem er stór dalur á milli Önundarfjarðar og Dýrafjarðar. Áður átti fullt af fólki heima á Ingjaldssandi en núna eru íbúarnir eingöngu tveir og hittum við annan þeirra í gær.

Sæból á Ingjaldssandi var kirkjustaður og þar eru ýmsir munir frá fyrri tíð svo sem ljósahjálmur frá 1649 og forn kaleikur og patína frá 18. öld. Guðjón Samúelsson teiknaði núverandi kirkju og var hún vígð 1928. Skírnarfontur í kirkjunni er eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal.

Tvær pínulitlar konur út í óvissunni urðu nánast olíulausar á leiðinni, en það slapp nú allt saman. Tvær pínulitlar konur eru reynslunni, ævintýrinu og gleðinni ríkari. Svona er þetta hér fyrir vestan hvern einasta dag. Mæli svo mikið með að gerast túristi í eigin landi.

Endi- endi- endilega fylgið mér á Instagram; boel76

 

 

 

Pin It on Pinterest