Ef þú átt draum skaltu berjast fyrir honum

Ég hef einstaklega lítinn áhuga á kvikmyndum og skrái það nánast í ferilskrána mína ef ég afreka það að horfa á heila mynd. Það var þó síðastliðinn sunnudag, sama dag og Óskarsverðlaunin voru veitt, að vinkona mín bauð mér að horfa með sér á myndina A Star is Born með...

Friðhelgi

Þá er 48 klukkustunda þagnar- og samfélagsmiðlabindindi mínu lokið, en „friðhelgin" var atriði númer 29 á draumalistanum mínum. Atriðin liggja eru ekki í áhersluröð á listanum mínum, heldur eru af öllum stærðum og gerðum og liggja þvers og kruss, en ég henti þeim 50...

Biblían mín

Ég hef alla tíð haft alveg sérstakan áhuga á dagbókum, minnisbókum, já og bara hverskonar bókum sem eru ætlaðar til skipulagningar, ég er nú ekki steingeit fyrir ekki neitt! Ef ég fer í bókabúð sogast ég alltaf að þeim rekka sem geymir þessar bækur, en þar get ég...

Ársuppgjör

Margs er að minnast þegar ég horfi yfir farinn veg ársins 2018. Rifjum upp brot af því besta og kannski versta;   Almennt orkuleysi Fyrstu dagar nýs árs í vinnu einkenndust ekki aðeins af því að finna taktinn eftir jólahátíðina, heldur var ég að koma til baka úr...

Markmiðasetning

Undanfarin ár hef ég verið að daðra við markmiðasetningu. Já, ég segi „daðra við", einfaldlega af því að ég hef mikinn áhuga á hugmyndafræðinni en hef aldrei sett mér markmið af fullri alvöru, sem ég hef unnið að yfir árið. Árið sem er að renna sitt skeið var afar...

Hvað matvæli ætti ég að láta eiga sig?

Eins og ég sagði frá hér á síðunni um daginn greindist ég með vanvirkan skjaldkirtil þegar ég var rúmlega tvítug. Síðan þá hef ég tekið inn skjaldkirtilshormón sem gefin eru við vanstarfsemi skjaldkirtils og mun gera það alla mína tíð. Ég þarf reglulega í blóðprufu...

Rugludallurinn skjaldkirtilinn minn

Árið 1998 var ég 22 ára. Ég var í sambúð, átti tveggja ára gamlan son og vann á leikskóla. Fyrir manneskju með góða líkamlega heilsu hljómar sú uppstilling bara nokkuð „easy". Mér leið samt svo undarlega. Ég var svo þung, svo ólýsanlega þreytt. Ég sofnaði í hverjum...

Í ömmuhúsi

Í dag bakaði ég engiferkökurnar hennar ömmu Jóhönnu og þar með héldu jólin formlega innreið sína. Mínar sterkustu jólaminningar eru tengdar því þegar við amma vorum að baka þessar kökur sem eru alltaf mitt uppáhald, svona svolítið eins og að borða jólin sjálf. Sjálf...

Mér líður eins og rassálfi

Það var einhverntíman um daginn sem ég var að suða á Instastory. Suðaði svo mikið að það var nánast væl. Suðaði og suðaði um að mataræðið mitt væri í rugli, sama hversu oft ég reyndi að taka mig á, allt færi fljótlega í sama farið. Nei, nei. Ég borða alls ekki bara...

Jólaþankar

Í dag er mánuður til jóla. Sléttur mánuður þar til við sitjum södd og sæl í sófanum heima, Búin að eignast allt, allt, allt sem við óskuðum okkur. Ha? Á ég að byrja aftur? Í dag er mánuður til jóla. Sléttur mánuður þar til við sitjum útbelgd með kjötsvita og bjúg í...

Ég á mér draum

Ég á mér draum, sem nú bara ágerist og ágerist. Draum um að fara aftur til Bali. Þangað fór ég snemma árs 2016, þá nýskilin, eða fyrir aðeins fimm mánuðum. Enn í formi hakks í bakka með blæðandi hjartasár. Ferðin var þannig til komin að þegar ég lá heima í áfalli...

Að fylla á tengslatankinn

Ég las svo góðan pistil á Facebook-síðunni RIE/Respectful/Mindful Parenting á Íslandi, en hún heldur utan um hóp foreldra sem stunda, hafa áhuga á eða vilja fræðast meira um Respectful Parenting og RIE nálgun ungbarnasérfræðingsins Mögdu Gerber. RIE stendur fyrir...

261 dagur fer víða

Ég á mér mínar uppáhalds bloggsíður og ein þeirra hetir Bjargey&co. Eigandi hennar, Bjargey Ingólfsdóttir, starfar sem fararstjóri og námskeiðahaldari hjá Gaman Ferðum auk þess að vera leiðbeinandi á námskeiðum hjá Heilsuborg. Bjargey er mjög dugleg að uppfæra...

Ég held með þér, gerir þú það?

Okkur hefur í gegnum tíðina verið kennt að vera þæg og góð. Ekki láta mikið fyrir okkur fara eða að okkur kveða. Nei, þá erum við bara að trana okkur fram. Ekki heldur vera með læti. Okkur hefur einnig verið kennt að sjálfshól sé af hinu illa, bara bjánaleg...

Samfélagsmiðlar

Pin It on Pinterest